Gjöf frá foreldrafélagi Sunnulækjarskóla

Í morgun komu fulltrúar foreldrafélags Sunnulækjarskóla og afhentu skólanum fjölbreytt áhöld til útieldunar.  Eins og kunnugt er hafa kennarar Sunnulækjarskóla verið að feti sig áfram við útikennslu. Nú er verið að koma upp aðstöðu á lóð skólans þar sem mögulegt verður að safnast saman í útikennslustund við margskonar iðju. 

Eitt af því sem nemendur taka sér fyrir hendur í slíkum kennslustundum er eldun yfir opnum eldi.  Við slíka eldamennsku er mikilvægt að hafa réttu áhöldin og því kemur gjöf foreldrafélagsins okkur einkar vel.

Við færum foreldrafélaginu okkar bestu þakkir.