Gísli í öðru sæti

Verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi fór fram 24. mars

Í keppninni keppa grunnskólar á Suðurlandi í stærðfræði.  Keppt er í þremur flokkum, 8., 9. og 10. bekk.

Nemendur frá Sunnulækjarskóla tóku þátt í kepninni í 8. og 9. bekk í þetta sinn. 

Fyrir hönd 8. bekkjar kepptu Lena Björg Ríkharðsdóttir, Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, Þórólfur Sigurðsson og Eyþór Óskarsson. 

Fyrir hönd 9. bekkjar kepptu Gísli Þór Axelsson, Þorsteinn Þór Jóhannesson, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinar Bjarnason.

Gísli Þór náði bestum árangri okkar keppenda og hreppti 2. sætið í 9. bekk.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með góðan árangur.