Fundur um endurskoðun skólastefnu Árborgar

Fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn sameiginlegur fundur allra skóla- og foreldraráða grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu Árborg.  

Fundurinn, sem var haldinn í Sunnulækjarskóla, var samráðs og hugmyndavinnufundur.  Honum var ætlað að safna saman hugmyndum, gildum og markmiðum sem stefna bera að og mikilvægt er að hafa í huga við endurskoðun núverandi skólastefnu sveitarfélagsins. 

Fundurinn var tvískiptur.  Fyrst var unnið í hópum sem leituðu svara við þremur grundvallarspurningum:

1. Hvað gerir skóla góðan?
2. Hvað gerir góðan skóla betri?
3. Hvaða áherslur viljum við sjá á næstu árum?

Síðari hluta fundarins skrifuðu fundarmenn ýmsar hugmyndir og áherslur á gula miða sem þeir flokkuðu og settu upp á plaköt.

Niðurstöður fundarins verða birtar á vef sveitarfélagsins innan tíðar.