Endurskoðun skólastefnu Árborgar

Þriðjudaginn 17. apríl var haldinn sameiginlegur fundur stjórna allra nemendafélaga í grunnskólum sveitarfélagsins.  Efni fundarins var endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins. 24 nemendur úr öllum skólum sveitafélagsins mættu til fundarins sem var haldinn í Sunnulækjarskóla.

Fundurinn var tvískiptur.  Fyrst var unnið í hópum sem leituðu svara við spurningunum; hvað gerir skóla góðan? og hvaða áherslur viljum við sjá á næstu árum?

Síðari hluta fundarins skrifuðu fundarmenn ýmsar hugmyndir og áherslur á gula miða sem þeir flokkuðu og settu upp á plaköt.

Afar góð umræða skapaðist meðal nemenda sem lögðu sig vel fram.