Danmerkurferð 9. bekkjar 2015

Þann 29. september s.l. lagði þessi fríði og föngulegi hópur land undir fót, hið fyrirheitna land var Danmörk. Nemendur eru 9. bekk og eru í samstarfi við Ørum skóla sem er í Djurs-sýslu á Norður Jótlandi. Þau eru þátttakendur í samstarfsverkefni skólanna og hlutu styrk frá Nordplus Junior til verkefnisins. Nemendur dvöldu þar í eina viku og var þema verkefnisins náttúra, menning og tungumál sem verður unnið þverfaglega með jafnt og þétt í vetur. Í vor mun hópurinn frá Ørum koma til okkar og dvelja í eina viku. Þetta er einstakt tækifæri fyrir nemendur.