Blöðrubátar í 4. bekk

Í vetur hafa nemendur í 4. bekk unnið að gerð blöðrubáta í smíði.

Nemendur unni bátinn sjálfir, hönnuðu útlit og lögun hans ásamt því að setja saman einfaldan drifbúnað. Þegar bátasmíðinni var lokið fengu nemendur tækifæri til að prufa bátana í sundtíma. Verkefni gekk mjög vel og höfðu nemendur og kennarar mjög gaman af.