Laus störf

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður umsjónarkennara á yngsta- og miðstigi, stærðfræði- og íslenskukennara á elsta stigi og staða kennara í hönnun og smíði frá og með næsta hausti.

Í skólanum eru um 720 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Leitað er að umsækjendum með kennsluréttindi og sérhæfingu á grunnskólastigi, góða íslenskukunnáttu, áhuga og reynslu af teymiskennslu og góða samskiptahæfni.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is og í tölvupósti: birgir@sunnulaek.is

Umsóknarfrestur er til 18. maí 2020 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2020.

Sótt er um stöðuna á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://starf.arborg.is.

Skólastjóri