Sunnulækjarskóli Selfossi

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla

Rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla

Föstudaginn 6. október kl. 9:00 var rýmingaræfing í Sunnulækjarskóla. Rýmingaræfing hefur það að markmiði að þjálfa nemendur og starfsmenn í að fara með skipulögðum og yfirveguðum hætti út úr skólabyggingunni og að taka manntal nemenda og starfsmanna á skólalóð að rýmingu lokinni.

Æfingin tókst framar vonum og ekki liðu nema 6 mínútur þar til byggingin var mannlaus. Manntal nemenda tók síðan um 6 mínútur og að því loknu tók aðrar 6 mínútur að staðfesta að allir starfsmenn væru til staðar á skólalóðinni. Heildarfjöldi þátttakenda í æfingunni var um 760 manns.

Heildartími æfingarinnar var því um 18 mínútur.

Tilgangur æfinga sem þessarar er tvíþættur, annars vegar að þjálfa nemendur og starfsmenn og hins vegar að læra af reynslunni hvað má betur fara.

Að þessu sinni er niðurstaðan sú að með breyttu verklagi teljum við okkur geta stytt þann tíma sem manntal starfsmanna tekur.

Evrópska tungumálavikan

Evrópska tungumálavikan

Evrópuráðið hefur gert 26. september að árlegum Evrópskum tungumáladegi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Evrópu og víðar í því skyni að vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og fagna fjölbreytileika tungumála.

Við á unglingastigi í Sunnulækjarskóla ákváðum annað árið í röð að fagna þessum degi með skemmtilegri verkefnavinnu sem unnin var í ensku- og dönskutímum einnar viku.

Nemendur gátu valið sér verkefni eftir áhugasviði en öll verkefni höfðu yfirþema sem var þýðingar þetta árið.

Nemendur skiluðu frá sér ótrúlega fjölbreyttum, skemmtilegum, metnaðarfullum og flottum verkefnum sem voru í formi myndbanda, tónlistar, matar, bóka, veggspjalda, kennsluefnis og fleira.

Norræna skólahlaupið

 

 

Þriðjudaginn 5. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla hið árlega Norræna Skólahlaup. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur gátu valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fóru allt frá 1,0 km upp í 2,5 km. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tæku þátt. Stemmingin var góð í blíðviðrinu og var metnaðurinn sérstaklega mikill hjá miðstiginu 5.-7. bekk sem kepptust um að klára sem flesta kílómetra. Það voru yfir 40 nemendur í skólanum sem að hlupu 10 km sem er frábært og hlupu nemendur skólans tæpa 1700 km sem er vel af sér vikið.

                             

 

Skólasetning skólaárið 2017-2018

Skólasetning skólaárið 2017-2018

Sunnulækjarskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst 2017

Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2008−2011, mæti kl. 9:00
Nemendur í 5.−10. bekk, f. 2002–2007, mæti kl. 11:00

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Haldin var örsögusamkeppni í 9. bekk í íslensku nú í maílok og verðlaun voru veitt fyrir sögurnar sem þóttu skara fram úr. Kennarar buðu nemendum einnig upp á veitingar til að þakka fyrir gott starf krakkanna og samvinnu í íslensku í vetur.

Veitt voru fern verðlaun; Ólafur Ben Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir frumlegustu söguna, 3. verðlaun hlaut Pálmar Arnarson, Hlynur Héðinsson fékk 2. verðlaun og hlutskörpust varð Karen Hekla Grönli.

Sjá allar fréttir