Sunnulækjarskóli Selfossi

Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Nemendur Sunnulækjarskóla hafa staðið sig afar vel í undirbúningi og undankeppnum Stóru upplestrarkeppninnar.  Í síðustu viku kepptu nemendur 7. bekkjar um sæti í keppnisliði Sunnulækjarskóla í lokakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. þriðjudag, 13. mars.  Í keppnislið skólans völdust Axel Ýmir Grönli, Hera Lind Gunnarsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Hugrún Tinna Róbertsdóttir.

Að lokinni afar spennandi lokakeppni kom í ljós að lið Sunnulækjarskóla hlaut bæði fyrsta og annað sæti því Hugrún Tinna Róbertsdóttir sigraði keppnina og Hildur Maja Guðmundsdóttir varð í öðru sæti.  Ingunn Guðnadóttir nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hreppti þriðja sætið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hildi Maju, Hugrúnu Tinnu og Ingunni.

Fyrirlestur um svefn

Fyrirlestur um svefn

Í samstarfi við Árborg, Samborg og Foreldrafélög Vallaskóla og Sunnulækjarskóla verðum við með frábæran viðburð í húsakynnum Vallaskóla.

Umfjöllunarefni að þessu sinni er SVEFN.

Til okkar mætir Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, til þess að fræða okkur um mikilvægi svefns.

Nánar um fyrirlesara og efnið:
Betri svefn – grunnstoð heilsu. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstökum áherslum á svefn meðal barna og unglinga. Fyrirlesari í Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf nýverið út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar folk sem glímir við svefnvanda.

Vonumst til þess að sjá sem flesta til þess að njóta kvöldsins og fræðast um mikilvægi svefns.

Á facebook má finna viðburð fyrirlestursins á síðunni: https://www.facebook.com/events/890734064437994/

Allir velkomnir

Fyrirlesturinn hefst kl 19:30 og er í Vallaskóla

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla

Skákkennsla grunnskólabarna

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30.

Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Félagar í Skákfélagi Selfoss og nágrennis munu aðstoða hann.

Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnudaginn 14. janúar n.k. Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti.

Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894-1275 eða sendið tölvupóst á netfangið fischersetur@gmail.com

Fischersetrið á Selfossi

Upplestur í Fjallasal

Upplestur í Fjallasal

Í morgun fengu nemendur í 4., 5. og 6. bekk góðan gest í heimsókn.  Það var Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur sem koma og las fyrir þau úr bókinna „Amma best“ með tilþrifum.

Að loknum lestrinum sagði hann frá fjölskyldu sinni og svarað fyrirspurnum.  Í lokin voru svo teknar fjölmargar „selfy“-myndir og áritað á bækur, blöð og snepla.

 

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófust góðagerðardagar í Sunnulækjarskóla.

Á góðgerðardögum framleiða nemendur margs konar varning sem síðan verður seldur síðasta dag góðgerðadaganna, fimmtudaginn 14. desember.  Þá opna nemendur sölubása í íþróttahúsi skólans og selja varninginn öllum sem okkur vilja heimsækja. Í Fjallasal verður kaffihús með lifandi tónalist og jólalegri stemmingu þar sem gestum gefst kostur á að tylla sér niður og kaupa veitingar.

Að þessu sinni rennur allur ágóði af góðgerardögum til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Opið er á sölubásum og í kaffihúsi frá kl. 10:00 – 12:30 fimmtudaginn 14. desember.

Sjá allar fréttir