Sunnulækjarskóli Selfossi

Heimsókn Íslandsmeistaranna

Heimsókn Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta komu við í Sunnulækjarskóla í dag til að þakka fyrir stuðninginn, en eins og alþjóð veit þá unnu þeir glæstan sigur í gær gegn Haukum í 4. úrslitaleik íslandsmeistaramótsins.  Þeir gáfu sér góðan tíma til að tala við nemendurna og veittu eiginhandaráritanir í gríð og erg.  Einnig árituðu þeir Selfosstreyju sem hengd verður upp í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.  Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og óskum þeim enn og aftur til hamingju með glæstan sigur. ÁFRAM SELFOSS !

Verkleg náttúrufræði á vorönn

Verkleg náttúrufræði á vorönn

Nú á vorönn hafa nemendur á unglingastigi verið mikið í verklegri náttúrufræði. 8. bekkur fór og mældi meðalhraða bíla fyrir utan Sunnlækjarskóla einnig skoðuðu þau lögmál Bernoullis með hárblásara og borðtenniskúlu og rannsökuðu eðlismassa. 9. bekkur rannsakaði sýrustig mismunandi lausna og framkvæmdi efnahvörf. 10. bekkur bjó til krapís með því að nota klaka og salt til að ná fram miklu frosti á stuttum tíma og gerðu fílatannkrem sem er efnahvarf þar sem mikið froðugos myndast.

Það er því búið að vera mikið stuð í tímum og margar skýrslur hafa verið skrifaðar.

Kjördæmamót Suðurlands

Kjördæmamót Suðurlands

Kjördæmamót Suðurlands fór fram 26. apríl í Fischersetri.  Keppt var í tveimur flokkum 1.-7. bekk og 8.-10. bekk. Í yngri flokk sigraði Þorsteinn Jakob Þorsteinsson úr 7. bekk Vallaskóla. Fannar Smári 6. bekk var í öðru sæti og Jón Þórarinn 5. bekk í þriðja sæti. Fannar og Jón eru báðir úr Sunnulækjarskóla.  Aðrir nemendur sem kepptu fyrir Sunnulækjarskóla voru: Sæþór Ingi, Arnar og Gabríel. Allir eru þeir í 5. bekk. Keppendur voru til fyrirmyndar og stóðu sig með sóma.  

Sendiherra í heimsókn

Sendiherra í heimsókn

Mánudaginn 29. apríl kom sænski sendiherrann Håkan Juholt í heimsókn í Sunnulækjarskóla til að fræðast um skólastarfið og ræða norrænt samstarf. Hann gekk um skólann ásamt skólastjórnendum og Önnu bókasafnsfræðingi, spjallaði við nemendur og kennara, skoðaði verkefni nemenda og hreifst verulega af. Hann hafði mikla ánægju af að sjá verkefni 4. bekkjar um Astrid Lindgren og Smálöndin sem eru hans æskustöðvar. Sendiherrann færði skólanum einnig sænskar bækur að gjöf og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Símalaus föstudagur

Símalaus föstudagur

Símalaus föstudagur 5. apríl 2019.

Símalausi dagurinn í mars gekk vonum framar og starfsfólk og nemendur upplifðu mjög jákvæðan og skemmtilegan dag.  Þess vegna höfum við ákveðið að endurtaka símalausa daginn á föstudaginn 5. apríl.

Nemendur eru beðnir um að skilja símana eftir heima og í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt að hafa þá í töskunni og taka þá ekki upp.  

Sjá allar fréttir