Sunnulækjarskóli Selfossi

Að læra um flatarmál og ummál

Nemendur í 7. bekk voru að læra um flatarmál og ummál í vikunni. Og hvað er betra, þegar læra á eitthvað nýtt en að fara á stúfana og kynna sér flatarmál og ummál hlutanna í umhverfi sínu og leysa fjölbreyttan vanda sem upp kann að koma við slíka vinnu.

Nemendurnir fóru því um skólann og út á leikvöll og mældu leikvelli úti, sviðið í Fjallasal, borð og umbúðir og reiknuðu síðan flatarmál og ummál allra mögulegra og ómögulegra hluta.

044 031 032 034 037

 

Heilsa og næring

Valhópurinn á unglingastigi sem er að læra um heilsu og næringu fór í heimsókn í KraftBrennzluna í síðasta tíma.  Ási í KraftBrennzlunni tók á móti þeim, sýndi og sagði frá og síðan fengu nemendur að spreyta sig.

Allir höfðu ánægju af heimsókninni og komu heim fróðari um heilsurækt.

image1 image2 image3

Skyndihjálparfræðsla í Sunnulækjarskóla

Þessa viku hefur kynningarátak Rauða krossins í skyndihjálp staðið yfir í Sunnulækjarskóla.  Það er Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur komið í heimsókn í hvern árgang og leiðbeint um undirstöðuatriði skyndihjálpar.

Meðfylgjandi myndir eru af heimsókn Margrétar í 4. bekk.

DSC01371 DSC01372 DSC01377

Ávaxtapinnar í 1. bekk

Það ríkti mikil gleði og áhugi skein úr hverju andliti þegar börnin í 1. bekk útbjuggu ávextapinna í heimilsfræðitímanum sínum.

IMG_0475 IMG_0476 IMG_0473

Rithöfundar í 7. bekk

Í haust sömdu nemendur í 7. bekk barnabækur í íslenskunámi sínu.  Þeir sköpuðu ævintýrapersónu og skrifuðu svo bók um hana.

Við upphaf vinnunnar þurftu nemendur að ákveða hvaða aldri bókin ætti að hæfa og þegar hún var svo tilbúin fengu þau að fara í heimsókn í leikskóla til að lesa bækurnar sínar upp fyrir viðkomandi markhóp.

Viðtökurnar voru skemmtilegar, leikskólabörnin sátu stillt og prúð og hlustuðu af athygli á flutninginn.  7.bekkingar sem eru nú komnir á fullt að æfa sig fyrir upplestrarhátíð höfðu einnig mjög gaman af og voru til mikils sóma.

007 003 018

Sjá allar fréttir