Sunnulækjarskóli Selfossi

Einar Kárason í heimsókn

Einar Kárason í heimsókn

Nemendur í 10. bekk fengu Einar Kárason rithöfund í heimsókn í dag.  

Einar skrifaði bókina Djöflaeyjan sem nemendur eru að lesa þessa dagana.  Hann sagði frá tilurð sögunnar, af hverju áhugi hans kviknaði á þessu efni og hvernig bókin varð til. Einnig ræddi hann einstaka persónur í sögunni og hvernig margar þeirra eiga sér lifandi fyrirmynd í raunveruleikanum.

Hann sagði okkur aðeins frá sjálfum sér, uppvaxtarárum sínum í Reykjavík en einnig aðeins frá lífi sínu sem rithöfundur.  Nemendur voru mjög áhugasamir og heimsókn Einars mun sannarlega hjálpa þeim við lestur bókarinnar.

Gengið í Reykjadal

Nemendur í 10. bekk ásamt kennurum og nokkrum foreldrum skelltu sér í göngu í Reykjadal þriðjudaginn 18. september. Tilgangur ferðarinnar var að efla tengsl innan hópsins og leyfa nemendum að kynnast utan skólans. Framundan er spennandi og fjölbreyttur vetur hjá krökkunum og því mikilvægt að þau tengist vel og standi saman sem ein heild.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og allir komu sáttir heim.

 

Ólympíuhlaup Sunnulækjarskóla

Ólympíuhlaup Sunnulækjarskóla

 

Þriðjudaginn 11. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Forveri þess er Norræna skólahlaupið sem hefur verið árlegur viðburður síðan 1984.

Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur geta valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fara allt frá 1,0 km upp í 2,5 km.

Nemendur ráða sínum hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Metnaðurinn var mikill hjá börnunum og voru margir nemendur sem kláruðu 10 km hlaup sem er frábært.

Stemningin var góð enda lék veðrið við okkur. Spiluð var tónlist til hvatningar á leiðinni og vatnstöðin góða var á sínum stað fyrir hlaupamóða krakka.

Skólasetning skólaárið 2018-2019

Skólasetning Sunnulækjarskóla skólaárið 2018 – 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst.

Athöfnin verðu í þrennu lagi:

  • Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2009 – 2012, mæti kl 9:00.
  • Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2006 – 2008, mæti kl. 10:00
  • Nemendur í 8.−10. bekk, f. 2003–2005, kl. 11:00

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag.

 

Sunnuleikar

Sunnuleikarnir voru haldnir 4. júní í blíðskapaveðri. Þar voru krakkanir að spreyta sig í allskonar þrautum þar sem kennarar stóðu vaktina. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og eftir leikana voru grillaðar pylsur og svo var verðlaunaafhending.

Við viljum þakka öllum sem komu að Sunnuleikjunum en Tiger, Bíóhúsið, Pylsuvagninn, MS og Hamborgarabúllan hjálpu okkur með glæsilega vinninga

Sjá allar fréttir