Sunnulækjarskóli Selfossi

Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla

Nýsköpunarverkefni í Sunnulækjarskóla

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk verið að vinna að nýsköpunarverkefni í Kviku, sem eru kennslustundir þar sem hinar ýmsu námsgreinar eru samþættar.

Til að koma krökkunum af stað fengu þau fyrirlestur frá Eyjólfi Eyjólfssyni frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar næst unnu þau saman í hópum með það markmið að finna upp sniðuga hluti sem gætu laðað að ferðamenn á Selfossi, aðallega í formi þjónustu eða vara. Margar frábærar hugmyndir fæddust í þessari vinnu.

Að loku var haldin kynning þar sem nemendur kynntu sína vöru á básum fyrir nemendum á öllum stigum skólans.

Dæmi um nokkar góðar hugmyndir má nefna bakarí sem heitir Taste Iceland sem sérhæfir sig í íslensku bakkelsi, ilmvatsgerð, lampi úr íslensku hrauni, ferðamanna app, heimasíða fyrir ferðamenn, möndlugerð, drykkjarflöskur með þjóðlegu yfirbragði og margt fleira.

 

Örsögukeppni í 10. bekk

Örsögukeppni í 10. bekk

Tíundubekkingar tóku allir þátt í örsögusamkeppni í íslensku í síðustu lotu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, sigurvegararnir voru Ásdís Bára Steinarsdóttir, Gabríel Árni Valladares Inguson og Karen Hekla Grönli. Meðfylgjandi er mynd af sigurvegurunum á uppskeruhátíð síðastliðinn miðvikudag, 11. apríl, þar sem kennarar buðu upp á veitingar.

Dægurlög og höfundar þeirra


Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið verið að vinna með íslenska dægurlagatexta og höfunda þeirra.  Nemendur kynntu sér nokkra höfunda og lögin þeirra ásamt því að vinna ýmis verkefni.

Í tengslum við verkefnið buðum við einum höfundi, Herði Torfasyni, að koma og heimsækja okkur. Hörður kom til okkar í dag, sagði okkur sögu sína og spilaði nokkur lög.

Nemendur voru mjög áhugasamir og sýndu sögu hans áhuga.

 

Góður árangur í skólahreysti

Góður árangur í skólahreysti

Fimmtudaginn 22. mars keppti Sunnulækjarskóli í Suðurlandsriðli Skólahreysti. Krakkarnir stóðu sig með sóma og höfnuðu í öðru sæti, sem er besti árangur sem Sunnulækjarskóli hefur náð í keppninni til þessa.

Í liðinu í ár voru Bjarki Birgisson sem keppti í upphífingum og dýfum.  Sólrún María Jóhannsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Jónas Grétarsson sem keppti í hraðabraut og Evelyn Þóra Jósefsdóttir sem keppti einnig í hraðabraut. Varamenn voru Hrafnhildur Ósk Gunnarsdóttir, Klara Ósk Sigurðardóttir og Bjarki Breiðfjörð Björnsson. Í vetur var Skólahreysti val í skólanum og því eru nemendur búnir að vera að undirbúa sig fyrir keppnina í allan vetur.

Við óskum krökkunum til hamingju með þennan flotta árangur.

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Ásvallalaug, Hafnafirði þriðjudaginn 13. mars. Farið var í rútu ásamt Vallaskóla.

34 skólar tóku þátt með um 550 keppendur en mótið fer stækkandi ár hvert. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) þar sem 37 lið tóku þátt og unglingastigi (8-10. bekk) þar sem 29 skólar tóku þátt. Ekki komust við áfram í milliriðla en allar sveitirnar áttu flotta spretti þar sem börnin voru algjörlega að gera sitt besta.

Synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð, blandaðar sveitir skipaðar fjórum strákum og fjórum stelpum. Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum. Níu hröðustu sveitirnar úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni (7.bekk) vorum við með tvö lið, a liðið lenti í 19. sæti og b liðið í 30.

7. bekkur a 7. bekkur b Unglingalið 8.-10. bekkur
Einar Breki Sverrisson

Aron Leví Hjartarson

Rúnar Freyr Gunnarsson

Arnór Elí Kjartansson

Kristjana Eir Egilsdóttir

Erla Karítas Davíðsdóttir

Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir

Elín Þórdís Pálsdóttir

Einar Bjarki Einarsson

Baldur Þór Ólafsson

Fannar Hrafn Sigurðarson

Styrmir Þorbjörnsson

Elsa Mary Magnúsdóttir

Vigdís Jóna Árnadóttir

Lísbet Ása Björnsdóttir

Anna Sigrún Ólafsdóttir

Elísabet Helga Halldórsdóttir 9. bekk

Thelma Ína Magnúsdóttir 9. bekk

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 9. bekk

Sif Grímsdóttir 9. bekk

Pálmar Arnarsson 10. bekk

Bjarki Birgisson 10. bekk

Hlynur Héðinsson 10. bekk

Elmar Örn Svanbergsson 9. bekk

 

Unglingaliðið stóð sig mjög vel, voru á frábærum tíma nálægt því að komast í undanúrslit en ellefta sætið var niðurstaðan.

Úrslitin má nálgast í heild sinni á heimasíðu Sundsambandsins:
http://www.sundsamband.is/frettir/frett/2018/03/13/Urslit-i-bodsundskeppni-grunnskola-2018/

Fyrir foreldra barnanna bendum við á myndasíðu Sundsambandsins á slóðunum:

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2100990920133955

https://www.facebook.com/pg/sundsamband/photos/?tab=album&album_id=2101014373464943

 


 

Sjá allar fréttir