Sunnulækjarskóli Selfossi

Skólasetning skólaárið 2018-2019

Skólasetning Sunnulækjarskóla skólaárið 2018 – 2019 verður miðvikudaginn 22. ágúst.

Athöfnin verðu í þrennu lagi:

  • Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2009 – 2012, mæti kl 9:00.
  • Nemendur í 5. – 7. bekk, f. 2006 – 2008, mæti kl. 10:00
  • Nemendur í 8.−10. bekk, f. 2003–2005, kl. 11:00

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta skóladag.

 

Stærðfræðikennsla við Sunnulækjarskóla

Vegna forfalla vantar stærðfræðikennara í hlutastarf við skólann.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skólastjóra, Birgi Edwald, í síma 861-1737 eða í tölvupósti birgir@sunnulaek.is.

Skólastjóri

Sunnuleikar

Sunnuleikarnir voru haldnir 4. júní í blíðskapaveðri. Þar voru krakkanir að spreyta sig í allskonar þrautum þar sem kennarar stóðu vaktina. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og eftir leikana voru grillaðar pylsur og svo var verðlaunaafhending.

Við viljum þakka öllum sem komu að Sunnuleikjunum en Tiger, Bíóhúsið, Pylsuvagninn, MS og Hamborgarabúllan hjálpu okkur með glæsilega vinninga

Ævintýralestur

Ævintýralestur

Á vordögum fór bókaútgáfan IÐNÚ af stað með lestrarátak sem var kallað „Ævintýralestur“.  Þar var áhersla lögð á lestur á bókunum „Óvættaför“ og líka öðrum ævintýrabókum.

Nemendur Sunnulækjarskóla voru nokkuð duglegir að taka þátt í átakinu.

Einn nemandi varð hlutskarpastur í þessu átaki og var það Guðmundur Alexander Jónasson í 6. AGS. Hann fékk viðurkenningarskjal og 6 bækur um Óvættaför í verðlaun.

Leiksýning og umferðarfræðsla hjá 10. bekk

10. bekkur fór á leiksýninguna Samninginn síðastliðinn fimmtudag í leikhúsinu við Sigtún. Sjálfstæði listhópurinn Smyrsl hefur ferðast með sýninguna undanfarna mánuði og hún fékk góðar viðtökur hjá nemendum og starfsmönnum Sunnulækjarskóla. Að lokinni sýningu tóku allir þátt í málstofu með aðstandendum sýningarinnar og það vakti lukku, enda gaman að fá tækifæri til að ræða t.d. við leikarana um túlkun þeirra og boðskap verksins.  

Fyrrverandi nemandi skólans er einn þriggja leikara í Samningnum, Rakel Ýr Stefánsdóttir, en aðrir leikarar eru Jónas Alfreð Birkisson og Ragnar Pétur Jóhannsson. Jökull Smári Jakobsson leikstýrir og leikritshöfundur er Helgi Grímur Hermannsson.  

Mánudaginn 28. maí, fengu krakkarnir svo fræðslu um umferðaröryggi og hætturnar sem þeir þurfa að forðast nú þegar bílprófið nálgast. Það voru Berent Karl Hafsteinsson, eða Benni Kalli eins og hann er kallaður, ásamt lögreglunni sem ræddu við krakkana í bíósalnum á Selfossi.​

 

Sjá allar fréttir