Sunnulækjarskóli Selfossi

Laxnessfjöður

fjöður

Samtök móðurmálskennara í samstarfi við íslenskukennara hafa undanfarnar vikur staðið að verkefni sem nefnist Laxnessfjöðrin. Verkefnið var sett af stað til að stuðlar að aukinni ritunarkennslu í unglingadeildum grunnskóla og aukinni færni nemenda í ritlist.

Í síðustu viku fengu þrír nemendur í 9.bekk Laxnesfjöður fyrir framlag sitt á námskeiðinu. Þetta voru Aldís Elva Róbertsdóttir, Stefán Þór Sigtýr Ágústsson og Veigar Atli Magnússon.

Rósa Marta Guðnadóttir og Rúnar Helgi Vignisson mættu í skólann fyrir hönd Samtaka móðurmálskennara til að afenda verðlaunin við hátíðlega athöfn. Örsögur nemenda voru lesnar og boðið upp á léttar veitingar í kjölfarið.

Hér er hægt að  lesa þrjár af þeim fjölmörgu skemmtilegu örsögum sem nemendur skrifuðu á tímabilinu.

 

Án titils

Þegar ég fór í búðina um daginn rakst ég í eina hilluna og það datt allt úr henni. Ég var svo óheppinn að þetta var hillan með olíunni.

Gleymdi ég að minnast á skemmdirnar?

Veigar Atli Magnússon

 

Flugan

Ég var inni í herberginu hans Palla; djöfull var það skítugt. Eftir að ég var búin að skoða allt húsið ákvað ég að tylla mér á vegginn í stofunni og áður en ég vissi varð allt svart.

Stefán Þór Sigtýr Ágústsson

 

Endalausi sandkassinn

Ég horfði á alla kennarana grafa og grafa og leita og leita. Ég horfði á þá út um gluggann.  Sama hversu lengi þeir grófu og leituðu, hvergi fundust gleraugun mín sem ég týndi í sandkassanum.  Það sem þeir vissu ekki var að ég vissi upp á hár hvar gleraugun voru.  Ég hafði vitað það allan þennan tíma.  Ég dreg gardínuna aðeins betur fyrir gluggakistuna, gjóa augunum að gleraugunum og glotti.  Svo held ég áfram að fylgjast með kennurunum í sandkassanum.

Aldís Elva Róbertsdóttir

Gjöf frá foreldrum

Gjöf frá foreldrum

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla kom færandi hendi til okkar í vikunni og færði okkur veglegar gjafir.

Gjafirnar að þessu sinni eru bæði inni- og útileikföng sem munu nýtast nemendum og kennurum við leiki og nám.

Við þökkum foreldrum kærlega fyrir gjafirnar og þann hug sem þeim fylgir.

Alþjóðlegur dagur móður jarðar

Alþjóðlegur dagur móður jarðar

Föstudaginn 22. apríl var alþjóðlegur dagur móður jarðar, en dagurinn hefur verið helgaður fræðslu um umhverfismál og er haldinn hátíðlegur víða um heim.

Nemendur í 1. bekk hittu vinabekk sinn, 6. bekk í tilefni dagsins og tíndu saman rusl í nágrenni við skólann í frábæru veðri. Alls fylltust rúmlega 20 ruslapokar. Á meðfylgjandi myndum má sjá þessa duglegu nemendur Sunnulækjarskóla stilla sér upp stoltir eftir góða samvinnu.

 

 

mj03b mj01 mj02

Íþróttadagur í Sunnulækjarskóla

Íþróttadagur var í Sunnulækjarskóla í dag 20. apríl.

Nemendur fóru í hópum um allan skóla og leystu fjölbreyttar þrautir.

Í Baulu fór fram spennandi keppni í brennibolta milli hópa.

Frábær dagur að baki þar sem námsbækurnar og hefðbundið skólastarf fengu frí en samstarf, samstaða, ýmiskonar íþróttir og hugaleikfimi voru viðfangsefnin ásamt GLEÐI, VINÁTTU og FRELSI.

 

IMG_5764 IMG_5769 IMG_5783 IMG_5787 IMG_5790 IMG_5801 IMG_5839

 

Súpufundur um tölvufíkn

Súpufundur um tölvufíkn

Samborg, í samvinnu við fræðslusvið Árborgar, er með fyrirlestur 5. apríl kl. 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.

Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars.

Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. Mun hann fjalla um hætturnar, hvernig hægt sé að fyrirbyggja vandann og hvað gera eigi ef vandinn gerir vart við sig. Boðið verður upp á súpu og vonumst við til að sjá sem flesta.

Nánari upplýsingar má nálgast hér!

 

Sjá allar fréttir