Sunnulækjarskóli Selfossi

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag var skólinn okkar færður í jólabúning.  Verkefnið hófst með samsöng í Fjallasal þar sem yfir 700 nemendur og starfsmenn komu saman og sungu jólalög.   Söngstundin var vinasöngstund en það þýðir að eldri vinir sækja yngri vini og sitja með þeim í söngstundinni.

Að söngnum loknum fylgdust vinirnir áfram að og tóku til við að skeyta skólann hátt og lágt.  Flestir klæddust rauðri flík, margir með jólasveinahúfur og jafnvel skegg.

Bros var á hverju andliti og gleðin var við völd í dag.

Skemmtilegir og fróðlegir þemadagar í 5. bekk

Skemmtilegir og fróðlegir þemadagar í 5. bekk

Dagana 12. – 16. nóvember voru þemadagar í 5. bekk þar sem unnin voru fjölbreytt verkefni sem öll tengdust lestri.

Nemendur gerðu lestrarhvetjandi tré sem vex og dafnar við hverja bók sem þeir lesa. Kynntu sér rithöfunda og skrifuðu umfjöllun um þá og verkefnin voru hengd upp á bókasafni skólans til fróðleiks fyrir aðra lestrarhesta.

Gefið var út skólablað og einnig fóru allir nemendurnir í heimsókn á leikskólann Hulduheima og lásu fyrir leikskólabörn á elstu deildum leikskólans.

Upplestur í Fjallasal

Upplestur í Fjallasal

Í morgun kom Gunnar Helgason rithöfundur og leikari í heimsókn til okkar og las úr nýjustu bók sinni, Siggi sítróna.

Upplesturinn var afar litríkur og nemendur nutu stundarinnar.

Enginn vafi leikur á að upplestur Gunnars og framsögn er nemendum bæði til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Söngstund í Sunnulækjarskóla

Söngstund í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófu nemendur skólans daginn með vinasöngstund í Fjallsal. Eldri nemendur fóru þá og sóttu yngri vini sína og fylgdu þeim fram í Fjallasal þar sem sungin voru nokkur lög í tilefni af degi íslenskar tungu.

Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni sem tónmenntakennari skólans Guðný Lára Gunnarsdóttir leiddi.

Sjá allar fréttir