Sunnulækjarskóli Selfossi

Upplestur í Fjallasal

Upplestur í Fjallasal

Í morgun fengu nemendur í 4., 5. og 6. bekk góðan gest í heimsókn.  Það var Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur sem koma og las fyrir þau úr bókinna „Amma best“ með tilþrifum.

Að loknum lestrinum sagði hann frá fjölskyldu sinni og svarað fyrirspurnum.  Í lokin voru svo teknar fjölmargar „selfy“-myndir og áritað á bækur, blöð og snepla.

 

Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófust góðagerðardagar í Sunnulækjarskóla.

Á góðgerðardögum framleiða nemendur margs konar varning sem síðan verður seldur síðasta dag góðgerðadaganna, fimmtudaginn 14. desember.  Þá opna nemendur sölubása í íþróttahúsi skólans og selja varninginn öllum sem okkur vilja heimsækja. Í Fjallasal verður kaffihús með lifandi tónalist og jólalegri stemmingu þar sem gestum gefst kostur á að tylla sér niður og kaupa veitingar.

Að þessu sinni rennur allur ágóði af góðgerardögum til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Opið er á sölubásum og í kaffihúsi frá kl. 10:00 – 12:30 fimmtudaginn 14. desember.

Kosningar í Sunnulækjarskóla

Undanfarið hefur 10. bekkur í Sunnulækjarskóla unnið að skemmtilegu verkefni í svokölluðum kvikutímum. Kvikutímar eru þematengdir vinnutímar þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum og skapandi verkefnum.

Síðasta verkefni þeirra í þessum tímum var að búa til stjórnmálaflokka. Flokkarnir áttu meðal annars að búa til stefnuskrá og útnefna formann og kosningastjóra. Undanfarið hafa flokkarnir verið í kynningarstarfi, farið um skólann og kynnt málefni sín en þeir berjast meðal annars fyrir umhverfismálum, jafnrétti, bættum hag nemenda og breyttum áherslum í námi.

Í framboði eru fjórir flokkar; Traustflokkurinn, Eldingarflokkurinn, Hægri Bláir og Uppreisn.

S.l. þriðjudag, fóru fram kappræður á milli flokkanna og í dag fara fram kosningar.

  

Setninga landsátaks í eldvörnum

Setninga landsátaks í eldvörnum

Í dag var mikið um að vera í Sunnulækjarskóla því skólinn var beðinn um að vera vettvangur setningar landsátaks í eldvörnum þetta skólaár.

Á setningunni gladdi sönghópur úr 5. og 6. bekk gesti með ljúfum söng og Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna flutti ávarp.

Að því loknu fengu nemendur í 3. bekk fræðslu um eldvarnir og að henni lokinni var rýming skólans æfð. Ekki liðu nema níu mínútur frá því að brunabjallan gall þar til búið var að rýma skólann og taka manntal allra, bæði nemenda og starfsmanna á skólalóð.

Að rýmingaræfingunni lokinn fengu starfsmenn skólans svo að spreyta sig á að slökkva eld með handslökkvitækjum.

Góðar gjafir frá foreldrafélagi

Góðar gjafir frá foreldrafélagi

Föstudaginn 27. október fengu allir nemendur í 1. bekk sérmerkt endurskinsvesti að gjöf frá Foreldrafélagi Sunnulækjarskóla.

Við afhendinguna kom lögreglan í heimsókn og fór yfir það hversu mikilvægt það er að vera vel sýnilegur í umferðinni, sérstaklega nú þegar skammdegið skellur á af fullum þunga.

Við þökkum foreldrafélagi skólans gjöfina og vonum að vestin nýtist vel.

Sjá allar fréttir