Sunnulækjarskóli Selfossi

Norræna skólahlaupið

 

 

Þriðjudaginn 5. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla hið árlega Norræna Skólahlaup. Vegalengdin er misjöfn eftir aldri en 5.-10. bekkur gátu valið um fjórar vegalengdir, 2,5 km, 5 km, 7,5 km eða 10 km. Yngri nemendur fóru allt frá 1,0 km upp í 2,5 km. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tæku þátt. Stemmingin var góð í blíðviðrinu og var metnaðurinn sérstaklega mikill hjá miðstiginu 5.-7. bekk sem kepptust um að klára sem flesta kílómetra. Það voru yfir 40 nemendur í skólanum sem að hlupu 10 km sem er frábært og hlupu nemendur skólans tæpa 1700 km sem er vel af sér vikið.

                             

 

Skólasetning skólaárið 2017-2018

Skólasetning skólaárið 2017-2018

Sunnulækjarskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst 2017

Nemendur í 1.−4. bekk, f. 2008−2011, mæti kl. 9:00
Nemendur í 5.−10. bekk, f. 2002–2007, mæti kl. 11:00

Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í Fjallasal en síðan munu nemendur og foreldrar hitta umsjónarkennara.

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Örsögusamkeppni í 9. bekk

Haldin var örsögusamkeppni í 9. bekk í íslensku nú í maílok og verðlaun voru veitt fyrir sögurnar sem þóttu skara fram úr. Kennarar buðu nemendum einnig upp á veitingar til að þakka fyrir gott starf krakkanna og samvinnu í íslensku í vetur.

Veitt voru fern verðlaun; Ólafur Ben Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir frumlegustu söguna, 3. verðlaun hlaut Pálmar Arnarson, Hlynur Héðinsson fékk 2. verðlaun og hlutskörpust varð Karen Hekla Grönli.

Heimsókn úr 1. bekk Vallaskóla

Heimsókn úr 1. bekk Vallaskóla

Í dag fengum við nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla nemendur úr 1. bekk í Vallaskóla í heimsókn.

Við buðum þeim að taka þátt í stöðvavinnu þar sem nemendur blönduðust saman í námi og leik.

Hóparnir hafa hist tvisvar sinnum í vetur. Þetta var skemmtilegur dagur og við ætlum að halda þessu samstarfi skólanna áfram.

 

 

 

 

 

Hjálmar á alla kolla

Hjálmar á alla kolla

Föstudaginn. 28. apríl, fengu nemendur í 1. bekk Sunnulækjarskóla heimsókn frá Kiwanisklúbbnum.

Tilefnið var hin árlega hjálmagjöf til allra nemenda í 1. bekk.

Börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.

Sjá allar fréttir