Sunnulækjarskóli Selfossi

Pappírsbátarigningin

Það er gaman að leika sér í læknum á skólalóðinni á góðum rigningardögum.  4. bekkur í útinámi og leikni gerði sér pappírsbáta og nýttu lækinn sér til skemmtunar. Í læknum eru sker (grjót), grynningar (smásteinar) sem bátarnir þurftu að sigla framhjá. Drengirnir skemmtu sér konunglega eins og sjá má.

IMG_0341IMG_0319IMG_0381IMG_0343

Starfalækur heimsækir Ökuskólann

Starfalækur heimsækir Ökuskólann

Síðast liðinn fimmtudag heimsóttu nemendur í Starfalæk Ökuskólann þar sem Þráinn Elíasson tók á móti þeim og fór yfir helstu atriði varðandi ökunám, umferð og umferðaröryggi. Heimsóknin var bæði fróðleg og áhugaverð. Við þökkum honum kærlega fyrir góðar móttökur.

Guðnabakarí heimsótt

Guðnabakarí heimsótt

Nemendur í Starfalæk heimsóttu Guðnabakarí á dögunum. Óskar Guðnasson, bakari tók á móti nemendum og fræddi þau um starfið, starfsemina og námið sem liggur að bakaraiðn. Við þökkum Óskari og starfsfólki Guðnabakarís kærlega fyrir góðar móttökur.

Starfalækur heimsækir Brunavarnir Árnessýslu

Í síðustu viku heimsóttu nemendur í Starfalæk Brunavarnir Árnessýslu þar sem Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri tók á móti þeim. Kristján ræddi við nemendur m.a. um starfsemi stofnunarinnar, mannauðinn, starfið og búnaðinn.  Heimsóknin var mjög áhugaverð og voru nemendur ánægðir með heimsóknina sem lauk með heimkeyrslu á mannskapsbíl Brunavarna Árnessýslu. Við þökkum Kristjáni  og starfsfólki Brunavarna kærlega fyrir góðar móttökur.

20150925_10182720150925_11152920150925_11213720150925_112021

Heimsókn í Lifandi hús

Heimsókn í Lifandi hús

Krakkarnir í Boltalausum íþróttum fóru í vikunni í heimsókn í Lifandi hús. Þar tók Helga á móti okkur og fengu krakkarnir kynningartíma í Foam flex. Foam flex er sjálfnuddandi aðferð þar sem notast er við rúllur og nuddbolta. Unnið er á vöðvum, bandvef, ásamt iljanuddi og átaksteygjum. Það voru margir aumir punktar sem voru nuddaðir og höfðu krakkarnir bæði gagn og gaman af.  Við þökkum Helgu fyrir að taka á móti okkur.

Sjá allar fréttir