Sunnulækjarskóli Selfossi

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir voru haldnir á vordögum við góðar undirtektir þeirra sem að þeim komu. Hér má sjá mydband sem María Maronsdóttir, heimilisfræði og stuttmyndagerðarkennari við skólann tók saman.

Sunnuleikar 2014

Umhverfismennt hjá 2. bekk

 

Þessi flotti hópur úr 2. bekk fór út með kennaranum sínum í umhverfismennt og tíndi rusl af skólalóðinni. Eins og sést á myndinni hafa þau verið mjög dugleg og natin við verkið.

DSC07295

Handverk og hönnun í Textílstofunni.

Nemendur leggja lokahönd á verk sín á vordögum.

DSC07286DSC07285

DSC07281DSC07275

SNAG- Golf í Sunnulæk

DSC07264
Krakkarnir í Sunnulæk fengu að spreyta sig í SNAG- Golfi í vikunni undir handleiðslu Hlyns Geirs golfkennara og skemmtu þau sér vel.

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni og stóðu þau sig frábærlega og voru sér og sínum til sóma.

19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri.

Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni(5.-7.bekk) voru: Alexander Hrafnkelsson, Arnar Ingi Júlíusson, Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Haukur Þrastarson, Katla María Magnúsdóttir, Katrín Erla Kjartansdóttir, Martin Bjarni Guðmundsson og Sara Ægisdóttir. Þau komust áfram í undanúrslit með 5. besta tímann og enduðu síðan í 6. sæti.

Í unglingasveitinni(8.-10.bekk) voru: Arnór Daði Jónsson, Bjarki Þór Sævarsson, Dröfn Sveinsdóttir, Eydís Líf Þórisdóttir, Hlynur Steinn Bogason, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Rikharð Atli Oddsson og Sigríður Steinunn Einarsdóttir. Þau lentu í 9.sæti hársbreidd frá því að komast í undanúrslit.

 

Sjá allar fréttir