Sunnulækjarskóli Selfossi

Íþróttadagur í Sunnulækjarskóla

Íþróttadagur var í Sunnulækjarskóla í dag 20. apríl.

Nemendur fóru í hópum um allan skóla og leystu fjölbreyttar þrautir.

Í Baulu fór fram spennandi keppni í brennibolta milli hópa.

Frábær dagur að baki þar sem námsbækurnar og hefðbundið skólastarf fengu frí en samstarf, samstaða, ýmiskonar íþróttir og hugaleikfimi voru viðfangsefnin ásamt GLEÐI, VINÁTTU og FRELSI.

 

IMG_5764 IMG_5769 IMG_5783 IMG_5787 IMG_5790 IMG_5801 IMG_5839

 

Súpufundur um tölvufíkn

Súpufundur um tölvufíkn

Samborg, í samvinnu við fræðslusvið Árborgar, er með fyrirlestur 5. apríl kl. 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.

Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars.

Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. Mun hann fjalla um hætturnar, hvernig hægt sé að fyrirbyggja vandann og hvað gera eigi ef vandinn gerir vart við sig. Boðið verður upp á súpu og vonumst við til að sjá sem flesta.

Nánari upplýsingar má nálgast hér!

 

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Upplestrarkeppnin 019 (1) Upplestrarkeppnin 020 Upplestrarkeppnin 023

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninar fór fram í Grunnskóla Hveragerðis í gær 10. mars. Lið Sunnulækjarskóla stóð sig frábærlega.  Liðið skipuðu Emilía Torfadóttir, Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir, Nadía Rós Axelsdóttir og til vara Arnar Daði Brynjarsson.

Að loknum upplestri sögutexta og tveggja ljóða fékk dómnefndin það erfiða hlutverk að velja keppendur til að hljóta viðurkenningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Niðurstaða þeirra var að í fyrsta sæti var valinn Jón Þórarinn Þorsteinsson, nemandi í Vallaskóla.

Annað sætið hlaut Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir og það þriðja Emilía Torfadóttir sem báðar eru nemendur Sunnulækjarskóla.

Við óskum keppendum til hamingjum með frábæra frammistöðu.

 

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni þriðjudaginn 8. mars og stóðu krakkarnir sig frábærlega, voru sér og sínum til sóma.

32 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni (5.-7.bekk) voru: Sara Ægisdóttir, Sif Grímsdóttir, Elísabet Helga Halldórsdóttir, Aþena Sól Ármannsdóttir, Viktor Máni Nóason, Elvar Elí Hallgrímsson, Jón Vignir Pétursson og Guðmundur Tyrfingsson. Þau komust áfram í undanúrslit með 4. besta tímann og enduðu síðan í 6. sæti af 35 liðum sem er frábær árangur.

Í unglingasveitinni(8.-10.bekk) voru: Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Ásrún Ýr Jóhannsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Yutong Tong,  Alexander Hrafnkelsson, Pálmar Arnarsson, Valur Guðjónsson og Martin Bjarni Guðmundsson. Þau lentu í 15. sæti af 28 liðum á flottum tíma.

 

CIMG1105 CIMG1107

Jafningjafræðsla í Sunnulækjarskóla

Jafningjafræðsla í Sunnulækjarskóla

Við í Sunnulækjarskóla erum svo heppin að hafa yfir mörgum frábærum fyrirlesurum að ráða. Þetta kemur að góðu gagni í jafningjafræðslunni.  Undanfarið hafa þeir Daníel Máni Davíðsson og Guðjón Leó Tyrfingsson verið með fræðslu um neteinelti. Þeir fjalla um ýmsar hættur á netinu og hvernig best sé að forðast þær.

Fræðslan er á vegum Ungmennaráðs SAFT og er fræðslupakkinn sem notaður er búinn til í samráði við Ungmennaráðið. Í pakkanum eru myndbönd og myndasögur sem eru sérstaklega útbúin fyrir þessa fræðslu.

Daníel og Guðjón tala líka um hvað berst sé að gera ef maður lendir í neteinelti. Netorðin fimm eru kynnt og hjálparsími rauðakrossins er til umræðu.

Kynningar hafa verið haldnar fyrir 5., 6. og 9. bekk. Þær heppnuðust vel og var mörgum spurningum svarað.

Sjá allar fréttir