Sunnulækjarskóli Selfossi

Frakklandskynning hjá 7. bekk

Frakklandskynning hjá 7. bekk

 

Umsjónarkennarar í 7. bekk fengu Estelle Marie Burgel, móðir nemenda í skólanum, til að koma og kynna Frakkland fyrir nemendum sínum, sögu þess og menningu.  Þetta er í tengslum við námið í samfélagsfræði. 

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir að spyrja um viðfangsefnið.

004

Skólastarfið komið á fullt

Skólastarfið komið á fullt

Skólastarfið er nú hafið á fullum krafti eftir sumarfrí, börnin fara í útileikfimi fram að miðjum september.  Það voru hressir krakkar í 4. AGS sem skemmtu sér vel í leikjum í íþróttatíma í síðustu viku, svo gaman saman.

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir voru haldnir á vordögum við góðar undirtektir þeirra sem að þeim komu. Hér má sjá mydband sem María Maronsdóttir, heimilisfræði og stuttmyndagerðarkennari við skólann tók saman.

Sunnuleikar 2014

Umhverfismennt hjá 2. bekk

 

Þessi flotti hópur úr 2. bekk fór út með kennaranum sínum í umhverfismennt og tíndi rusl af skólalóðinni. Eins og sést á myndinni hafa þau verið mjög dugleg og natin við verkið.

DSC07295

Handverk og hönnun í Textílstofunni.

Nemendur leggja lokahönd á verk sín á vordögum.

DSC07286DSC07285

DSC07281DSC07275

Sjá allar fréttir