Sunnulækjarskóli Selfossi

Afmælisundirbúningur

Þessa dagana hafa allir nemendur og starfsmenn skólans unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum 10 ára afmæli skólans. Afraksturinn verður sýndur á opnum degi skólans, fimmtudaginn 16. október.

 

DSC00342 DSC00337 DSC00316 DSC00307 DSC00295 DSC00286 DSC00278 DSC00267 DSC00257 DSC00253 DSC00349

 

Opið hús á afmæli skólans

Opið hús á afmæli skólans

Í tilefni af 10 ára afmæli Sunnulækjarskóla bjóða nemendur skólans öllum sem möguleika hafa á að koma og skoða skólann og verkefni nemenda milli klukkan 08:30 og 13:00, fimmtudaginn 16. október.
Við vonumst til að sjá sem flesta, mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur, frænkur og gamla nemendur.

Í tilefni af afmælinu er hafin útsending frá nýrri útvarpsstöð, Útvarp Sunnulækjarskóli.
Útsendingar nást á Selfossi og nágrenni á tíðninni 89,9 MHz.

Nemendur og starfsmenn Sunnulækjarskóla

Frábær þátttaka á súpufundi

Frábær þátttaka á súpufundi

Um 160 manns mættu á fræðslufund í Sunnulækjarskóla í gærkvöldi.  Á fundinum fjallaði Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri um skólaþjónustu Árborgar og að því loknu fjallaði Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands um vináttu barna og unglinga.

Fundurinn var afar vel heppnaður og erindin áhugaverð og skemmtileg.

Við þökkum góða mætingu.

 

DSC00124 DSC00129 DSC00125

Kynningafundir

Kynningafundir

Þessa dagana hafa umsjónarkennarar Sunnulækjarskóla haldið kynningafundi fyrir foreldra. Okkur þótti fyrirkomulag kynningafunda undanfarinna ára vera orðið nokkuð staðnað og reyndum því að breyta svolítið til þetta árið.

Margt var gert til að létta fundina og gera þá áhugaverðari. Til dæmis höfum við aukið þátttöku nemenda í fundunum, í sumum tilfellum falið þeim að kynna einstaka þætti skólastarfsins en í öðrum að búa til boðskort eða taka þátt í undirbúningi á annan hátt.  Gott væri að heyra frá foreldrum hvað þeim hefur fundist um þessa nýbreytni.  Ábendingar má gjarnan senda á netfang skólans sunnulaekjarskoli@sunnulaekjarskoli.is.

Meðfylgjandi eru myndir frá foreldrafundi í 7. bekk

008 001 006

Frakklandskynning hjá 7. bekk

Frakklandskynning hjá 7. bekk

 

Umsjónarkennarar í 7. bekk fengu Estelle Marie Burgel, móðir nemenda í skólanum, til að koma og kynna Frakkland fyrir nemendum sínum, sögu þess og menningu.  Þetta er í tengslum við námið í samfélagsfræði. 

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir að spyrja um viðfangsefnið.

004

Sjá allar fréttir