Sunnulækjarskóli Selfossi

Þakkir til styktaraðila

 Sunnulækjarskóli þakkar öllum sem styrktu okkur á góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember.Ágóði góðgerðadagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu.

Á þessu ári urðu Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu varð afrakstur Góðgerðadaganna 1,503,274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. des. og fengu peningagjöfina afhenta.

Þetta væri þó ekki hægt án stuðnings frá fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Því viljum við senda ykkar okkar besta þakkir fyrir stuðninginn og óska ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Afrakstur góðgerðadaga

Sölubás á markaði

Í morgun, að lokinni söngstund, afhentu nemendur afrakstur góðgerðadaganna.
Ákveðið var að þetta árið mundu nemendur styrkja Björgunarfélag Árborgar.

Afrakstur góðgerðadaganna var 1.503.274 kr. og voru það stoltir nemendur sem afhentu fulltrúum Björgunarfélagssins fullan kassa af peningaseðlum.

Við þökkum öllum sem að góðgerðadögunum komu, nemendum, starfsmönnum, styrktaraðilum og síðast en ekki síst foreldrum og aðstandendum nemenda sem komu og keyptu vörurnar á markaðnum s.l. föstudag.

Bókagjöf

Nú í vikunni bárust Sunnulækjarskóla 40 pólskar bækur að gjöf frá sveitarfélaginu. Meðal bókanna leynast margs konar bækur, unglingaskáldsögur, skemmtilegar léttlestrarbækur og fræðibækur ásamt bókum um hinn sívinsæla Kidda Klaufa.Gjöfin kemur sér afar vel fyrir alla pólskumælandi nemendur skólans og kunnum við sveitarfélaginu bestu þakkir fyrir.

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag var skólinn okkar færður í jólabúning.  Verkefnið hófst með samsöng í Fjallasal þar sem yfir 700 nemendur og starfsmenn komu saman og sungu jólalög.   Söngstundin var vinasöngstund en það þýðir að eldri vinir sækja yngri vini og sitja með þeim í söngstundinni.

Að söngnum loknum fylgdust vinirnir áfram að og tóku til við að skeyta skólann hátt og lágt.  Flestir klæddust rauðri flík, margir með jólasveinahúfur og jafnvel skegg.

Bros var á hverju andliti og gleðin var við völd í dag.

Sjá allar fréttir