Sunnulækjarskóli Selfossi

Lausar kennarastöður við Sunnulækjarskóla

 

 

Sunnulækjarskóli

 

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður
umsjónarkennara með 1. bekk og kennarastaða í hönnun og smíði

Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. 

Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is 
eða hjá skólastjóra í síma 861 1737

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2014. 

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.

Skólastjóri

 

 

 

 

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir

Sunnuleikarnir voru haldnir á vordögum við góðar undirtektir þeirra sem að þeim komu. Hér má sjá mydband sem María Maronsdóttir, heimilisfræði og stuttmyndagerðarkennari við skólann tók saman.

Sunnuleikar 2014

Umhverfismennt hjá 2. bekk

 

Þessi flotti hópur úr 2. bekk fór út með kennaranum sínum í umhverfismennt og tíndi rusl af skólalóðinni. Eins og sést á myndinni hafa þau verið mjög dugleg og natin við verkið.

DSC07295

Handverk og hönnun í Textílstofunni.

Nemendur leggja lokahönd á verk sín á vordögum.

DSC07286DSC07285

DSC07281DSC07275

SNAG- Golf í Sunnulæk

DSC07264
Krakkarnir í Sunnulæk fengu að spreyta sig í SNAG- Golfi í vikunni undir handleiðslu Hlyns Geirs golfkennara og skemmtu þau sér vel.

Sjá allar fréttir