Sunnulækjarskóli Selfossi

Sumarlokun

Sumarlokun

Skrifstofa Sunnulækjarskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 24. júní til 5. ágúst.

Netfang skólans er: sunnulaekjarskoli@sunnulaek.is

Skólasetning verður 22. ágúst 2019

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Skólaslit verða fimmtudaginn 6. júní. Athöfnin verður í þrennu lagi.

kl. 09:00 skólaslit 1. – 4. bekkur

kl. 11:00 skólaslit, 5. – 9. bekkur

kl. 15:00 útskrift, 10. bekkur

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin og útskriftina.

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla

Sumarlestur í Sunnulækjarskóla

Á sumrin minnkar oft lestrarfærni nemenda ef hún er ekki þjálfuð. Af því tilefni verður efnt til lestrarátaks í sumarfríinu. Átakið gengur út á að allir nemendur sem lesa a.m.k. eina bók í sumar mega skila inn miða á bókasafnið í upphaf haustannarinnar. Úr miðunum verða svo dregnir út vinningshafar.

Eins og sjá má í viðhenginu hafa nokkur fyrirtæki hér á Selfossi lagt okkur lið með mörgum skemmtilegum vinningum. http://www.sunnulaekjarskoli.is/wp-content/uploads/2019/05/Sumarlestur-bref-003-1.pdf

Heimsókn Íslandsmeistaranna

Heimsókn Íslandsmeistaranna

Íslandsmeistarar Selfoss í handbolta komu við í Sunnulækjarskóla í dag til að þakka fyrir stuðninginn, en eins og alþjóð veit þá unnu þeir glæstan sigur í gær gegn Haukum í 4. úrslitaleik íslandsmeistaramótsins.  Þeir gáfu sér góðan tíma til að tala við nemendurna og veittu eiginhandaráritanir í gríð og erg.  Einnig árituðu þeir Selfosstreyju sem hengd verður upp í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.  Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og óskum þeim enn og aftur til hamingju með glæstan sigur. ÁFRAM SELFOSS !

Verkleg náttúrufræði á vorönn

Verkleg náttúrufræði á vorönn

Nú á vorönn hafa nemendur á unglingastigi verið mikið í verklegri náttúrufræði. 8. bekkur fór og mældi meðalhraða bíla fyrir utan Sunnlækjarskóla einnig skoðuðu þau lögmál Bernoullis með hárblásara og borðtenniskúlu og rannsökuðu eðlismassa. 9. bekkur rannsakaði sýrustig mismunandi lausna og framkvæmdi efnahvörf. 10. bekkur bjó til krapís með því að nota klaka og salt til að ná fram miklu frosti á stuttum tíma og gerðu fílatannkrem sem er efnahvarf þar sem mikið froðugos myndast.

Það er því búið að vera mikið stuð í tímum og margar skýrslur hafa verið skrifaðar.

Sjá allar fréttir