Sunnulækjarskóli Selfossi

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni allra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu.

Föstudaginn 15. mars var innanhússkeppni Sunnulækjarskóla haldin þar sem 10 nemendur úr 7. bekk lásu texta úr bók, sjálfvalið ljóð og ljóð eftir skáldkonuna Huldu. Allir sem lásu stóðu sig með stakri prýði og höfðu greinilega fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum.

Þeir nemendur sem voru valdir til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Vallaskóla 27. mars nk. eru: Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy, Sigurður Darri Magnússon og Skarphéðinn Steinn Sveinsson, til vara er Jónas Karl Gunnlaugsson.

Ferð í Héraðsdóm Suðurlands

Ferð í Héraðsdóm Suðurlands

Mánudaginn 11. febrúar fór hópur nemenda úr 9. og 10. bekk sem eru í lögfræðivali í heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands. Þar tók á móti okkur aðstoðarmaður dómara hún Sólveig Ingadóttir, en hún er löglærður fulltrúi og sinnir ýmsum störfum hjá dómnum. Sólveig útskýrði fyrir nemendum hvar hver situr í dómssalnum og hvert hlutverk hvers og eins er ásamt ýmsu öðru sem viðkemur dómnum. Að því loknu fengu nemendur að spyrja hana ýmissa spurninga sem á þeim brunnu. Upp úr þessu spunnust mjög líflegar umræður sem allir höfðu gaman af. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð og höfðu nemendur orð á því hvað dómssalurinn kom þeim á óvart. „Hann er svo lítill og krúttaður“.

Þökkum við Sólveigu fyrir frábærar og fræðiandi móttökur. Fyrir hönd Lögfræðivals. María Ágústsdóttir, kennari

Suðurlandsmeistarar í skák

Suðurlandsmeistarar í skák

Sunnulækjarskóli tók þátt í Suðurlandsmóti grunnskóla í skák sem fram fór í Fischer-setrinu hér á Selfossi föstudaginn 25. janúar. Keppt var í yngri (1.-5. bekk) og eldri flokki (6.-10. bekk). Sunnulækjarskóli sendi tvö lið í yngri flokki og eitt lið í eldri flokki á mótið. Öll liðin stóðu sig frábærlega og sigraði yngra lið a mótið með nokkrum yfirburðum og yngra b varð í 4. sæti. Eldra liðið varð í 5. sæti. Aldeilis flottur árangur hjá efnilegum skákmönnum skólans.

Yngra lið a: Sæþór Ingi Sæmundarson, Arnar Bjarki Jóhannsson, Jón Þórarinn Hreiðarsson og Þórir Ísak Steinþórsson.

Yngra lið b: Adam Máni Valdimarsson, Gabríel Sigþórsson, Marteinn Maríus Marinósson og Hrafnar Jökull Kristinsson.

Eldra lið: Patrekur Máni Jónsson, Fannar Smári Jóhannsson, Guðfinnur Flóki Guðmundsson og Konráð Ingi Finnbogason.

Málað í snjóinn

Málað í snjóinn

Það voru falleg listaverk sem fyrsti bekkur gerði í myndmennt í góða veðrinu í dag. Nemendur nýttu fallega vetrarveðrið og máluðu listaverk í snjóinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

 

 

 

 

Þakkir til styktaraðila

 Sunnulækjarskóli þakkar öllum sem styrktu okkur á góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember.Ágóði góðgerðadagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu.

Á þessu ári urðu Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu varð afrakstur Góðgerðadaganna 1,503,274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. des. og fengu peningagjöfina afhenta.

Þetta væri þó ekki hægt án stuðnings frá fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Því viljum við senda ykkar okkar besta þakkir fyrir stuðninginn og óska ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sjá allar fréttir