Sunnulækjarskóli Selfossi

Rúmfræði og hönnun

Rúmfræði og hönnun

Nemendur 10.bekkjar unnu verkefni í tengslum við kaflann um rúmfræði og hönnun. Þeir fengu pappir og límband og áttu að hanna og búa til líkan í þrívíðu formi. Nemendur reiknuðu rúmmál líkansins og skiluðu skýrslu. Þau stóðu sig einstaklega vel og á myndunum má sjá afraksturinn.

Kveðja stoltir stærðfræðikennarar í Sunnulæk

.

Skreytingardagur

Skreytingardagur

Föstudagurinn 29. nóvemer var vel nýttur til skreytingar á skólahúsnæðinu. Allir lögðu sitt af mörkum, skólinn var skreyttur hátt og lágt og útkoman var glæsileg.  Margir foreldrar komu og skoðuðu vinnu barnanna og gaman var að sjá hversu vel vinabekkirnir unnu saman.  Einnig var mjög gaman að sjá hversu margir voru með jólasveinahúfur, klæddir í jólapeysur, eða einhverja rauða flík.

Fyrr um morgunin var söngstund haldin þar sem nemendur og starfsfólk sungu jólalög og önnur lög af hjartans lyst og söngurinn ómaði um allan skólann svo vel var undir tekið.

Heimsókn Hreystivals í Crossfit Selfoss

Heimsókn Hreystivals í Crossfit Selfoss

Í síðustu viku fóru krakkarnir í Hreystivali í heimsókn í Crossfit Selfoss. Þar fengu þau stutta kynningu á starfseminni sem er þar og tóku góða æfingu. Það var vel tekið á móti okkur og krakkarnir voru til fyrirmyndar.

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar Þór kom í Sunnulækjarskóla 12. nóvember sl. og las fyrir nemendur í 4. – 7. bekk upp úr nýrri bók sinni sem var gefin út hjá Forlaginu og heitir ÞINN EIGIN TÖLVULEIKUR. Þetta er sjötta bókin í ,,Þín eigin“-bókaröðinni.


Þinn eigin tölvuleikur er æsispennandi ævintýrabók, en lesandinn ræður ferðinni sjálfur með því að fletta fram og til baka. Í bókinni eru yfir 120 mismunandi endar – sumir góðir, aðrir slæmir – allt eftir því hvað lesandinn ákveður að gera. Þetta er bók sem virkar eins og tölvuleikur. 

.

Endurskinsvesti afhent í 1. bekk Sunnulækjarskóla

Endurskinsvesti afhent í 1. bekk Sunnulækjarskóla

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla afhenti fyrir nokkru, börnum í 1. bekk endurskinsvesti með nöfnum þeirra á. Lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurlandi  mættu í skólann þegar nemendur fengu vestin afhend og fóru yfir hversu mikilvægt það er að sjást vel í umferðinni.

Sjá allar fréttir