Sunnulækjarskóli Selfossi

Heimsókn af Hulduheimum

Heimsókn af Hulduheimum

Fimmtudaginn 19. janúar komu elstu börnin af leikskólanum Hulduheimum í heimsókn til okkar. Þau fóru í skoðunarferð um allan skólann í tveimur hópum og heimsóttu bæði starfsfólk og nemendur.

Í lokin stöldruðu þau svo við í 1. bekk og unnu skemmtilegt verkefni með þeim.  Börnin voru mjög áhugasöm um skólann og spurðu margs.

 

 

 

Jólafrí

Jólafrí

Kæru foreldra og nemendur

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegar jóla og farsæls komandi árs.

Skólastarf hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2017, samkvæmt stundaskrá.

Jólakveðja,
starfsfólk Sunnulækjarskóla

Tarzan og kertasund

Í desember var íþrótta- og sundkennslan brotin upp. Aðra vikuna í desember var tarzanleikur í íþróttasalnum þar sem að nánast öllum áhöldum var rutt út á gólf og búin til stór þrautarhringur með mörgum leiðum sem krakkarnir fengu að spreyta sig á í íþróttatímunum sínum. Í vikunni þar á eftir var kertasund en þá var slökkt á ljósum og nemendur syntu/gengu yfir laugina með logandi kertaljós í höndunum. Nemendur skemmtu sér vel en ávallt skapast góð stemming með þessum hefðum og tilhlökkun hjá nemendum mikil.

 

Jólasöngstund í Fjallasal

Það var skemmtileg stund í morgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans sungu saman jólalög í Fjallasal.

Sjá allar fréttir