Sunnulækjarskóli Selfossi

Rithöfundar í 7. bekk

Í haust sömdu nemendur í 7. bekk barnabækur í íslenskunámi sínu.  Þeir sköpuðu ævintýrapersónu og skrifuðu svo bók um hana.

Við upphaf vinnunnar þurftu nemendur að ákveða hvaða aldri bókin ætti að hæfa og þegar hún var svo tilbúin fengu þau að fara í heimsókn í leikskóla til að lesa bækurnar sínar upp fyrir viðkomandi markhóp.

Viðtökurnar voru skemmtilegar, leikskólabörnin sátu stillt og prúð og hlustuðu af athygli á flutninginn.  7.bekkingar sem eru nú komnir á fullt að æfa sig fyrir upplestrarhátíð höfðu einnig mjög gaman af og voru til mikils sóma.

007 003 018

Það er G

Það er G

Það er G, heyrðust börnin í 2. bekk Sunnulækjarskóla hrópa einum rómi þegar fjórði jólaglugginn í jólastafaleik Árborgar var opnaður kl. 10:00 í morgun, 4. desember.

Það eru nemendur í Setrinu sem bera veg og vanda af að útbúa fjórða jólagluggann í jólastafaleik sveitarfélagsins og opna hann á réttum tíma.  Gluggann skreytir meðal annars hún Grýla gamla, enda vita allir að Grýla á stafinn G.

 

 

20141204_100439 20141204_095949 20141204_100416

Sunnulækjarskóli í jólabúninginn

Sunnulækjarskóli í jólabúninginn

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Þann dag er jólaskrautið dregið fram og skólinn skreyttur hátt og lágt.  Dagurinn hófst með söngstund.  Allir nemendur skólans safnast þá saman í tröllatröppunum og syngja saman nokkur lög.  Í morgun var skemmtileg viðbót við söngstundina þegar nýstofnuð skólahljómsveit steig á svið og spilaði tvö jólalög undir stjórn kennara síns Labba í Glóru.

Að söngstund lokinni gengu síðan allir nemendur skólans til þess verks að skreyta skólann.  Margir foreldrar og afar og ömmur sáu sér fært að líta við og þökkum við þeim sérstaklega fyrir komuna.

20141128_102045 20141128_113154 20141128_100304

Heimsókn eldri borgara í 7. bekkina

Nemendur í 7. bekk hafa verið að fræðast um Evrópu og seinni heimsstyrjöldina.  Að því tilefni fengum við heimsókn frá eldri borgurum sem sögðu frá reynslu sinni af seinni heimsstyrjöldinni.

DSC00374 DSC00380 DSC00383

 

Náttúrufræði hjá 9. bekkjum

Náttúrufræði hjá 9. bekkjum

Nemendur í 9. bekk fengu að rannsaka brjóstholslíffæri úr svíni í náttúrufræði.

Það er ekki annað að sjá en þau hafi verið mjög áhugasöm við rannsóknarstörfin.

10814333_10204245245545542_1414527974_n 10799583_10204245248665620_1944703508_n 10754989_10204245249305636_181647624_n 10754898_10204245251305686_2140921688_n 10754818_10204245247585593_1869659359_n 10748717_10204245246345562_1743623791_n

Sjá allar fréttir