Sunnulækjarskóli Selfossi

Tími til að lesa

GLEÐILEGA PÁSKA

Breytingar á skólastarfi á dögum Covid-19

Breytingar á skólastarfinu síðustu daga hafa gengið mjög vel og eiga nemendur og starfsfólk hrós skilið fyrir góða aðlögunarhæfni í þessum óvenjulegu  aðstæðum. Jákvæðni, gleði og samheldni hefur blómstrað í skólanum okkar og lausnaleit er allsráðandi.

Fjölbreyttir kennsluhættir, þemavinna og sveigjanleiki hafa ráðið ríkjum í kennslunni. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni í skólanum sem eru þess eðlis að farið er dýpra í það námsefni sem þegar hefur verið kennt í skólanum.

Eldri nemendur hafa tileinkað sér vinnu í gegnum Teams sem hefur gengið mjög vel, nemendur hafa verið mjög fljótir að tileinka sér þessar nýju vinnuaðferðir sem mun vafalaust skila sér í sjálfstæði í vinnubrögðum og eflir um leið færni þeirra í upplýsingatækni. 

Stytting skóladags í 5. - 10. bekk

Stytting skóladags í 5. – 10. bekk

Nú er rúm vika liðin af skólastarfi með þeim takmökunum sem sett hafa verið vegna COVID-19 faraldursins. Fyrstu dagarnir voru mjög spennandi og börnin voru að kynnast nýju verklagi.

Eftir því sem dögunum fjölgar undir þessum kringumstæðum finnum við að úthald nemenda fer minnkandi og erfitt reynist að halda úti eins fjölbreyttu starfi og alla jafna er gert.

Í þeim árgöngum sem við höfum haldið úti kennlsu eftir kl. 13:00 hefur það reynt sérstaklega á þá nemendur.

Þetta á við um nemendur í 5. til 10. bekk

Við höfum því ákveðið að stytta skóladag þessara nemenda frá og með deginum í dag.

Þá mun kennslu í 5. til. 10. bekk ljúka á eftirtöldum tímum:

5. bekkur lýkur skóla kl. 13:00
6. bekkur lýkur skóla kl. 13:10
7. bekkur lýkur skóla kl. 12:30
8. bekkur lýkur skóla kl. 12:40
9. bekkur lýkur skóla kl. 12:40
10. bekkur lýkur skóla kl. 12:50

Ég vil þakka foreldrum fyrir frábært samstarf á þessum erfiðu tímum

Starfsdagur grunnskóla og frístundaheimila í Árborg nk. mánudag 16. mars

Vegna nauðsynlegra skipulagsbreytinga í grunnskólum Árborgar, í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda, mun áætlaður starfsdagur 18. mars færast til mánudagsins 16. mars nk.  Því fellur almennt skólastarf niður nk. mánudag sem og frístundastarf yngstu barnanna.  Starfsdagurinn verður nýttur af stjórnendum og starfsfólki til endurskipulagningar starfsins.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla föstudaginn 28 febrúar. 10 nemendur komust áfram úr bekkjarkeppnunum og æfðu sig vel fyrir aðalkeppnina. Þrír keppendur og einn varamaður komust áfram til að keppa fyrir hönd Sunnulækjarskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2020. Það voru Ársæll Árnason, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir, Katrín Embla Hlynsdóttir og Michalina Júlía Pétursdóttir var valin varamaður.

Lokakeppnin var síðan haldin við hátíðlega athöfn í Grunnskólanum í Hveragerði 5. mars 2020. Keppendur Sunnulækjarskóla stóðu sig allir með stakri príði og bar Ársæll Árnason Sunnulækjarskóla sigur úr bítum í keppninni. Þann 6. mars söfnuðust allir nemendur 7. bekkjar saman í Fjallasal til að óska vinningshafanum og keppendunum öllum til hamingju og var vel klappað fyrir þeim.
Við óskum Ársæli innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 

Sjá allar fréttir