Sunnulækjarskóli Selfossi

Dugnaðarforkar í 2.bekk hreinsa rusl

Það voru flottir dugnaðarforkar í 2.bekk sem fóru um skólalóðina í morgun í umhverfismenntasmiðju og týndu 14 fulla poka af rusli. Nemendurnir voru stoltir af verkinu sínu enda skólalóðin hrein og fín eftir störf þeirra.

Viðar Örn gefur bolta

 

Sunnulækjarskóla barst á dögunum gjöf frá fótboltahetjunni Viðari Erni Kjartanssyni. Það voru að sjálfsögðu boltar sem koma að góðum notum núna á fyrstu sumardögum. Nemendur og starfsfólk þakkar Viðari Erni stuðninginn.

 

 

Heimsókn í Ljósafossstöð og Írafossvirkjun

Þriðjudaginn 4. apríl fórum við í 8.bekk í heimsókn í Ljósafossstöð til að skoða sýninguna Hrein orka og svo kíktum við í Írafossvirkjun og fengum leiðsögn um virkjunina. Þessi ferð er farin vegna þess að nemendurnir eru að fjalla um virkjanir og rafmagnsnotkun heimilistækja. Heimsóknin tókst vel í alla staði og þökkum við öllum þeim aðilum sem tóku á móti okkur og gerðu okkur kleift að skoða og fræðast um stöðina og sýninguna. Það sem öllum fannst merkilegast var sýningin þar sem svo margt var að skoða og svo hversu langt var gengið niður í jörðina til að skoða virkjunina. Göngin voru líka spennandi því þau voru manngerð. Takk allir fyrir skemmtilega ferð og skemmtilegan dag.

Anna Dóra, Kolbrún og Hekla Þöll ásamt 8.bekk

Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni fimmtudaginn 30. mars. Börnin stóðu sig vel og voru sér og sínum skóla til sóma.

34 skólar tóku þátt með yfir 500 keppendum. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) og unglingastigi (8-10. bekk) og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð.

Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum níu hröðustu úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Ekki komust við áfram í milliriðla en allar sveitirnar áttu flotta spretti og börnin algjörlega að gera sitt besta.

Í miðstigssveitinni (5.-7.bekk) vorum við með tvö lið. Hið fyrra skipað þeim: Ásu Kristínu Jónsdóttur, Friðveigu Dögg Sveinsdóttur, Hildi Tönju Karlsdóttur, Söru Lind Aronardóttur, Almari Öfjörð Steindórssyni, Jakub Oskari Tomczyk, Sindra Snæ Bjarnasyni og Viktori Inga Sveinssyni. Og hið síðara en ekki sísta: Elsu Malen Vilhjálmsdóttur, Rebekku Rós Kristinsdóttur, Svövu Hlynsdóttur, Thelmu Karen Siggeirsdóttur, Adam Frey Gíslasyni, Jón Smári Guðjónssyni, Leifi Þór Leifssyni og Tómasi Orra Kjartanssyni.

Í unglingasveitinni (8.-10.bekk) voru: Elísabet Helga Halldórsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Sara Ægisdóttir, Thelma Ína Magnúsdóttir, Arnar Svan Ævarsdóttir, Daníel Karl Gunnarsson, Einar Ísak Friðbertsson og Tryggvi Sigurberg Traustason. Þau stóðu sig mjög vel og voru nálægt því að komast í undanúrslit en tólfta sætið var niðurstaðan.

 

Hluti keppenda í unglingaflokki

Hluti miðstigs drengjakeppenda

Hluti stúlknakeppenda frá bæði mið- og unglingastigi

Sara Ægisdóttir stingur sér til sunds

 

Söngkeppni Samfés

Tekið úr frétt frá Zelsiuz.is

Söngkeppni Samfés var haldin í Laugardalshöllinni 25.mars síðastliðinn. 31 félagsmiðstöð af öllu landinu tóku þátt og hefur hún sjaldan verið jafn glæsileg. Karen Hekla Grønli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir, allt nemendur Sunnulækjarskóla tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. Þau voru búin að leggja mikla vinnu í atriðið sitt og fengu verðlaun fyrir besta flutning dagsins með laginu Lost boy. Að sögn dómnefndarinnar leið þeim eins og þau væru mætt á tónleika hjá stórhljómsveit erlendis.

Stórglæsilegir krakkar sem stóðu sig frábærlega.

Sjá allar fréttir