Sunnulækjarskóli Selfossi

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag skreyttum við skólann okkur hátt og lágt og færðum hann í jólabúninginn.  Dagurinn hófst með söngstund í Fjallasal þar sem flautukór úr 3. bekk Sunnulækjarskóla hóf dagskrána.

Skreytingadagurinn gekk mjög vel fyrir sig og bros var á hverju andliti.

Margir foreldrar lögðu leið sína í skólann og kíktu á nemendur að störfum.  Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

 

 

 

 

IMG_5006 IMG_5035 IMG_5055

Ég negli og saga

Nemendur í 3. bekk í hönnun og smíði eru miklir listamenn hér er fríður og glaðvær hópur með eitt af verkum sínum á smíðaverkstæðinu eins og við köllum smíðastofuna okkar.

20151111_093012 20151111_092751 20151118_092116

Við varðeldana voru …

Það er líf og fjör hjá strákunum í 4. bekk í útinámi og leikni – hér er verið að fá sér heitt  kakó og poppa popp. Nú er komið að smiðjuskiptum og  ný verkefni til að takast á við í öðrum verkgreinum.

20151022_104925 20151022_102719 20151027_085015 20151027_083630

 

MAST Matvælastofnun heimsótt

MAST Matvælastofnun heimsótt

Strákarnir í 7. bekk í útinámi og leikni (haustönn) kynntu sér starfsemi Matvælastofnun (MAST) á Selfossi. Hjalti Andrason fræðslustjóri fór yfir helstu verkefni sem stofnunin sinnir. Við þökkum Andra og starfsfólki MAST kærlega fyrir móttökurnar.

5. bekkur les á Hulduheimum

Í dag fór 5. bekkur Sunnulækjarskóla í heimsókn til leikskólabarna á Hulduheimum og las fyrir þau upphátt úr barnabókum.  Nemendurnir skiptu sér á deildir og lásu fyrir misstóra hópa sem greinilega höfðu mjög gaman af.  Börnin sátu stillt og prúð og hlýddu á „stóru krakkana“.  5. bekkingar stóðu sig með prýði og voru sæl með daginn.

034 036 038

Sjá allar fréttir