Sunnulækjarskóli Selfossi

Boltalausar íþróttir

Boltalausar íþróttir

Valhópurinn í Boltalausum íþróttum fór í hjólaferð um Votmúlann fimmtudaginn 21.maí. Í þeirri ferð sem var um klukkustund fengu þau að kynnast hinum ýmsu veðrum s.s  sól, rigningu og haglél. Það var ansi kalt en þrátt fyrir það skemmtu þau sér vel og voru til fyrirmyndar.

Boðsundskeppni grunnskólanna

Boðsundskeppni grunnskólanna

Árleg boðsundskeppni grunnskólanna fór fram í annað skipti á miðvikudaginn síðastliðin. Sundsamband Íslands hélt keppnina í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Alls voru 22 skólar skráðir til leiks með 43 lið í heildina, 24 yngri lið og 19 eldri. Keppt var í flokki 5.-7. bekkjar og og 8.-10. bekkjar í 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. Þetta voru blandaðar sveitir – skipaðar stelpum og strákum. Keppnin fór þannig fram að 12 hröðustu liðin úr hvorum flokki fóru í undanúrslit og síðan 6 hröðustu liðin í fyrri úrslitariðil. Þar kepptu liðin um að komast í lokaúrslitariðil þar sem 3 lið kepptu um efstu sætin. Allt í allt gátu hröðustu liðin því synt fjórar umferðir. Gífurleg stemning myndaðist í lauginni en ætla má að um 360 börn hafi mætt í laugina ásamt fylgdarfólki. Þau fengu svo öll þátttökuverðlaun frá SSÍ að keppni lokinni.

Sunnulækjarskóli sendi keppendur til þátttöku í ár eins og í fyrra. Við vorum með eitt lið í hvorum flokki. Góður árangur náðist og komust yngri keppendur í 12 liða undanúrslit en eldri krakkarnir endaði í 13.sæti. Yngri krakkarnir enduðu síðan í 9.sæti. Allir stóðu sig vel og höfðu gaman af. Farið var í rútu ásamt Vallskóla.  Á meðfylgjandi mynd má sjá allan hópinn saman.

 

LOGOS lestrarskimun í 3., 6. og 9. bekk

LOGOS er greiningarpróf sem er notað til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum.  Skimun með LOGOS prófinu fer fram hjá öllum nemendum í 3. 6. og 9. bekk.  Í kjölfar skimunar er nemendum boðið upp á lestrarnámskeið í skólanum og í lestrarátak í samstarfi við heimilin.

3.bekkur er á fullu að vinna í sínu lestrarátaki og hefur 9.bekkur nýlokið sínu lestrarnámskeiði með ágætis árangri.  Þá hefur 6.bekkur einnig lokið sínu lestrarnámskeiði.

Nemendur í 6.bekk fengu mikla lestrarþjálfun í skólanum og lestrarpakka heim.  Nemendur  og foreldrar stóðu sig frábærlega og lögðu sig alla fram í þessu átaki, sem er mjög mikilvægt til að vel takist til.  Að loknu 8 vikna lestrarátaki í 6.bekk var skimunin lögð fyrir aftur.

Niðurstöðurnar voru frábærar.  Allir nemendur sem tóku þátt í átakinu bættu sig í lestri.

mynd mynd02

Keppt í kökubakstri í 8. bekk

Nemendur í áhugasviðsverkefni í 8. bekk tóku nýlega þátt í kökuverkefni og buðu þeir upp á gómsætar kökur. Kosið var um besta bragðið, fallegustu kökuna og mesta frumleikann í kökugerðinni. Eins og sést á myndunum var lagður mikill metnaður í baksturinn.

20150325_133341 20150312_130928 20150312_131245 20150325_132740 20150325_132745 20150325_132805

Sjá allar fréttir