Sunnulækjarskóli Selfossi

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

 

Stóra upplestrarkeppnin fór fram á Stokkseyri í gær.  Þar mættu fulltrúar Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Grunnskólans í Hveragerði, Grunnskólans í Þorlákshöfn og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Anna Margrét Guðmundsdóttir í Sunnulækjarskóla bar sigur úr bítum í annars mjög jafnri og góðri keppni.

Allir keppendur skólans stóðu sig með sóma.

 

P1010760 P1010746 IMG_6307

Heilsa og næring

Valhópurinn í Heilsu og næringu fékk kynningu hjá Unu á Jógaloftinu á Selfossi.

Þar fengu þau fengu að kynnast í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan.

Heimsóknin tókst afar vel og nemendurnir heilluðu jógakennarann með framkomu sinni og fengu að vita að frá þeim stafaði mikil jákvæð orka og að þau væru bæði sérstaklega prúð og áhugasöm.

FullSizeRender FullSizeRender4 FullSizeRender7

Við í skólanum erum afar stolt af nemendum okkar, hvar sem þau koma og þökkum foreldrum fyrir.

Úrslit í undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá 7. bekk.

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk æft stíft fyrir Stóru upplestrarkeppnina.  Undirbúningur hefur staðið yfir frá því á Degi íslenskrar tungu í nóvember sl.   Nemendur og kennarar hafa staðið sig einstaklega vel og lagt mikinn metnað í undirbúninginn eins og sýndi sig í dag.

Þau sem keppa fyrir hönd skólans á lokakeppninni 12. mars á Stokkseyri eru:

Anna Margrét Guðmundsdóttir

Gabríel Árni V. Inguson

Jón Karl Sigurðsson

Pálmar Arnarson  er til vara

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og alls hins besta í lokakeppninni.

DSC01559

Að læra um flatarmál og ummál

Nemendur í 7. bekk voru að læra um flatarmál og ummál í vikunni. Og hvað er betra, þegar læra á eitthvað nýtt en að fara á stúfana og kynna sér flatarmál og ummál hlutanna í umhverfi sínu og leysa fjölbreyttan vanda sem upp kann að koma við slíka vinnu.

Nemendurnir fóru því um skólann og út á leikvöll og mældu leikvelli úti, sviðið í Fjallasal, borð og umbúðir og reiknuðu síðan flatarmál og ummál allra mögulegra og ómögulegra hluta.

044 031 032 034 037

 

Heilsa og næring

Valhópurinn á unglingastigi sem er að læra um heilsu og næringu fór í heimsókn í KraftBrennzluna í síðasta tíma.  Ási í KraftBrennzlunni tók á móti þeim, sýndi og sagði frá og síðan fengu nemendur að spreyta sig.

Allir höfðu ánægju af heimsókninni og komu heim fróðari um heilsurækt.

image1 image2 image3

Sjá allar fréttir