Sunnulækjarskóli Selfossi

Skólaslit og útskrift

Skólaslit og útskrift

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar verða þriðjudaginn 9. júní.

Athöfnin verður í þrennu lagi.

  1. 09:00 skólaslit 1. – 4. bekkur
  2. 10:00 skólaslit 5. – 9. bekkur
  3. 15:00 útskrift   10. bekkur

 

 

Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á skólaslitin og útskriftina

 

 

 

Fjármálalæsi í Sunnulækjarskóla

Þórey og Aníta Egill Rúnar Ísak og Arnar Sigurjón og Valdimar

Á vorönn var fjármálalæsi í boði sem valgrein  fyrir 9. og 10.bekk. Kennslan fór ýmist fram í stofu eða í vettvangsferðum.  Meðal annars var farið í heimsókn í Landsbankann og Bílasölu Selfoss og eru þessum fyrirtækjum færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. Einnig fóru nemendur í innkaupaferð í matvöruverslanir bæjarins, gerðu verðsamanburð og veltu fyrir sér hverri krónu.

 

Vettvangsnám í 3. bekk

3. bekkur Sunnulækjarskóla fór í vorferð á Lögreglustöðina og í Mjólkurbúið.  Börnin voru til fyrirmyndar og fengu góðar móttökur hvar sem þau komu.

20150601_112336 20150601_093947 20150601_104046

7. bekkur, allur á hjólum

244 232 234

7. bekkur fór í hjólatúr að Ljónsstöðum með kennurum sínum í morgun. 

Þau kíktu á lömbin í sveitinni og léku sér saman í góða veðrinu.  Allir skemmtu sér hið besta.

 

 

Boltalausar íþróttir

Boltalausar íþróttir

Valhópurinn í Boltalausum íþróttum fór í hjólaferð um Votmúlann fimmtudaginn 21.maí. Í þeirri ferð sem var um klukkustund fengu þau að kynnast hinum ýmsu veðrum s.s  sól, rigningu og haglél. Það var ansi kalt en þrátt fyrir það skemmtu þau sér vel og voru til fyrirmyndar.

Sjá allar fréttir