Sunnulækjarskóli Selfossi

Símalaus föstudagur

Símalaus föstudagur

Símalaus föstudagur 5. apríl 2019.

Símalausi dagurinn í mars gekk vonum framar og starfsfólk og nemendur upplifðu mjög jákvæðan og skemmtilegan dag.  Þess vegna höfum við ákveðið að endurtaka símalausa daginn á föstudaginn 5. apríl.

Nemendur eru beðnir um að skilja símana eftir heima og í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt að hafa þá í töskunni og taka þá ekki upp.  

Skólahreysti

Skólahreysti


Miðvikudaginn 20. mars keppti Sunnulækjarskóli í Skólahreysti. Í keppninni  sem haldin var að Ásvöllum í Hafnarfirði voru 10 skólar frá suðurlandi. Liðið var skipað Bjarka Breiðfjörð sem keppti í dýfum og upphífingum og Söru Lind sem keppti í armbeygjum og hreystigreip. Sindri Snær og Ása Kristín kepptu í hraðaþraut og Guðmundur Bjarni og Hildur Tanja voru varamenn. Sunnulækjarskóli sigraði í tveimur greinum, upphífingum og hreystigreip.

Liðið stóð sig mjög vel og hafnaði í 4. sæti, aðeins 2 stigum frá því að komast á verðlaunapall. fff

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Grunnskólamót í sundi

Nemendur Sunnulækjarskóla tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fram fór í Laugardalslaug, þriðjudaginn 26. mars. Farið var í rútu ásamt nemendum Vallaskóla.

Rúmlega 40 skólar tóku þátt með yfir 600 keppendur en mótið fer stækkandi ár hvert. Keppt var í tveimur flokkum; miðstigi (5.-7. bekk) þar sem 53 lið tóku þátt og unglingastigi (8-10. bekk) þar sem 28 skólar tóku þátt. Ekki komust við áfram í milliriðla að þessu sinni en allar sveitirnar áttu flotta spretti þar sem börnin voru algjörlega að gera sitt besta.

Synt var 8×25 metra boðsund með frjálsri aðferð, blandaðar sveitir skipaðar fjórum strákum og fjórum stelpum. Mótið er útsláttarkeppni þar sem fyrst var keppt í undanrásum. Níu hröðustu sveitirnar úr hvorum flokki komust áfram í fyrri undanúrslit. Sex hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og þrjár hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin.

Í miðstigssveitinni vorum við með eitt lið, lentum í 25. sæti og náðum öðrum besta tíma skólans frá upphafi.

Miðstigslið: Alexander Orri Júlíusson, Atli Dagur Guðmundsson, Tómas Örn Harðarson, Benjamín Rökkvi Sigvaldason, Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, Elísa Hlynsdóttir, Bergrós Björnsdóttir og Tinna Lind Aronardóttir


Unglingaliðin stóðu sig mjög vel, voru á frábærum tíma. A liðið var nálægt því að komast í undanúrslit og náði besta tíma skólans frá upphafi og lentu í 14. sæti. B liðið var rétt á eftir í 18. sæti á flottum tíma líka.

A lið: Sindri Snær Bjarnason, Guðmundur Tyrfingsson, Elvar Eli Hallgrímsson, Matthías Veigar Ólafsson, Thelma Ína Magnúsdóttir, Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir, Hera Lind Gunnarsdóttir og Birta Sif Sævarsdóttir.

B lið: Jakub Óskar Tomczyk, Sigurður Hjaltason, Reynir Freyr Sveinsson, Oliver Jan Tomczyk, Erla Karítas Davíðsdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Friðveig Dögg Sveinsdóttir og Guðbjörg Lísa Guðmundsdóttir.

Úrslitin má nálgast í heild sinni á heimasíðu Sundsambandsins:

Miðstig: https://live.swimrankings.net/24195/ResultList_1.pdf

Unglingastig: https://live.swimrankings.net/24195/ResultList_2.pdf

Fyrir foreldra barnanna bendum við á facebook síðu Sundsambandsins. ffff

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Vallaskóla í gær og var hin hátíðlegasta að vanda. Áður en sjálf keppnin hófst flutti Gunnar Helgason rithöfundur keppendum og gestum skemmtilegt ávarp og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru flutt.

15 nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig afar vel öll sem eitt.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og hafnaði Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy nemandi í Sunnulækjarskóla í 3. sæti. Álfrún Diljá Kristínardóttir úr Vallaskóla í 2. sæti og Guðjón Árnason úr Vallaskóla í 1. sæti.
Við óskum þeim öllum til hamingju.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni allra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu.

Föstudaginn 15. mars var innanhússkeppni Sunnulækjarskóla haldin þar sem 10 nemendur úr 7. bekk lásu texta úr bók, sjálfvalið ljóð og ljóð eftir skáldkonuna Huldu. Allir sem lásu stóðu sig með stakri prýði og höfðu greinilega fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum.

Þeir nemendur sem voru valdir til að keppa á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Vallaskóla 27. mars nk. eru: Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy, Sigurður Darri Magnússon og Skarphéðinn Steinn Sveinsson, til vara er Jónas Karl Gunnlaugsson.

Sjá allar fréttir